Fréttir:

29.04.2018

Frábær heimsókn frá Mariner3s.

Nú er vika síðan Michael og Dimitri héldu aftur til Þýskalands eftir frábærar tvær vikur hjá okkur. Þeir heimsóttu fjöldann allan af sundlaugum og voru hæst ánægðir með móttökurnar. Við viljum þakka öllum sem tóku á móti okkur, frábært að fá að koma, skoða laugarnar og fá að kynna vélarnar.

Ekki skemmir fyrir að tvær nýjar vélar voru seldar og er ein nú þegar kominn í noktun og hin verður afhent innan skamms. Við óskum nýjum Mariner3s Clubliner eigendum til hamingju með tækin og það verður gaman að heimsækja tandurhreinar laugarnar hjá þeim í framtíðinni.

Við hjá Laugarbotn lærðum líka helling á heimsókninni og búnaðurinn sannaði sig svo sannarlega. Hérna er um að ræða búnað sem sérstaklega hannaður fyrir almenningslaugar, hann er einfaldur í notkun, auðvelt að þrífa filterana og vélin vinnur bæði á sjáanlegum óhreinindum sem og ósjánlegum óhreinindum. Notkun þeirra stuðlar að stórbættu hreinlæti sundlauga.

Mariner3S vélarnar eru fyrir þá sem er umhugað um hreinlæti.

Nokkrar mynd frá úr heimsóknunum í apríl:

Clublinerinn á fullri ferð

Síunar voru duglar að draga sjáanlegan og ósýnleg óhreinindi úr laugunum

Á leiðinni inn út í horn!

13.04.2018

Heimsóknir á Höfuðborgarsvæðið og Suðurnes

Frábær vika að baki, búið er að heimsækja fjölmargar sundlaugar á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Ótrúlega góðar móttökur og gaman að fá að sýna búnaðinn. Við þökkum öllum fyrir frábærar móttökur og hlökkum til að heimssækja fleiri laugar í næstu viku.

04.04.2018

Heimsókn frá Þýskalandi í viku 2 og 3 í apríl!

Laugarbotn eru að fá heimsókn frá Þýsklandi í núna í april, til landsins er að koma tveir starfsmenn Mariner 3S og ætla þeir að halda kynningar á Clubliner og Proliner fyrir rekstaraðila sundlauga. Sýningarvélarnar eru komnar til landsins og verið er að ganga frá bókunum á heimsóknum í laugar víðsvegar um landið.

Ef áhugi er fyrir að fá heimsókn og kynningu á þessu tímbili (11.04 -20.04) er hægt að setja sig í samband við okkur með tölvupósti á laugarbotn@laugarbotn.is eða í síma 837-6550 (Magnús)